13 Nóvember 2015 16:57

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Höfðabakka/Strengs/Bæjarháls í Reykjavík miðvikudaginn 4. nóvember, en tilkynning um áreksturinn barst kl. 14.35. Þar rákust saman brúnn Ford Focus og ljósblár Citroen, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Ford-bifreiðinni var ekið suður Höfðabakka en Citroen-bifreiðinni norður Höfðabakka en ökumaður hennar beygði til vinstri á gatnamótunum og hugðist aka vestur Streng þegar áreksturinn varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.