30 Maí 2016 12:55

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar í Reykjavík föstudaginn 27. maí, en tilkynning um áreksturinn barst kl. 20.33. Þar rákust saman grár Audi og svartur Yaris. Audi-bifreiðinni var ekið suður Sæbraut en Yaris-bifreiðinni vestur Sæbraut en ökumaður hennar hugðist taka U-beygju á gatnamótunum. Áreksturinn var mjög harður og voru þrír fluttir á slysadeild.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sigridur.drifa@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.