5 Janúar 2017 17:19

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í morgun, fimmtudaginn 5. janúar, en tilkynning um slysið barst kl. 9.17. Þar rákust saman ljósgrár Mercedes Benz og blár Ssangyong Tivoli, en báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Mercedes Benzinum var ekið suður Reykjanesbraut og Ssangyong Tivoli norður Reykjanesbraut en ökumaður síðarnefnda bílsins beygði til vinstri á gatnamótunum og hugðist aka vestur Bústaðaveg þegar áreksturinn varð.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið hlynurg@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega er óskað eftir vitnum að stöðu umferðarljósanna þegar áreksturinn varð.