15 Nóvember 2019 16:33

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Suðurlandsvegar og Heiðmerkurvegar í morgun, en tilkynning um slysið barst kl. 9.04. Þar varð árekstur nokkurra bifreiða og voru fjórir fluttir á slysadeild.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið finnbogi@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins.