1 Júní 2021 11:11

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu, fimmtudaginn 27. maí, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 19.07. Þar rákust saman ljósgrár Suzuku Liana og ljósgrár Mitsubishi L200, en ökutækin voru að koma úr gagnstæðri átt.

Þeir sem urðu vitni að slysinu, eða kunna að geta veitt upplýsingar um það, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is