18 Nóvember 2022 13:12

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun, föstudaginn 18. nóvember, en tilkynning um slysið barst kl. 9.39. Þar var bifreið ekið norður Kringlumýrarbraut, á hægri akrein, og á vegfaranda sem hugðist ganga yfir gatnamótin til vesturs. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild, en lokað var fyrir umferð norður Kringlumýrarbraut frá Háaleitisbraut á meðan unnið var á vettvangi.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið arni.petur@lrh.is