16 Nóvember 2022 16:43
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut, á móts við Stekkjarbakka í Reykjavík, mánudagskvöldið 14. nóvember, en tilkynning um slysið barst kl. 18.51. Þar var tveimur fólksbifreiðum ekið norður Reykjanesbraut, annarri á vinstri akrein en hinni á miðju akrein, þegar árekstur varð með þeim, en ökumönnunum ber ekki saman um aðdraganda slyssins. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.
Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið brynjar.freyr@lrh.is
Meðfylgjandi er mynd frá vettvangi slyssins.