21 Nóvember 2022 15:58

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar enn eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík sl. föstudagsmorgun, 18. nóvember, en tilkynning um slysið barst kl. 9.39. Þar var bifreið ekið norður Kringlumýrarbraut, á hægri akrein, og á vegfaranda sem hugðist ganga yfir gatnamótin til vesturs. Vegfarandinn var fluttur mjög alvarlega slasaður á slysadeild, en lokað var fyrir umferð norður Kringlumýrarbraut frá Háaleitisbraut á meðan unnið var á vettvangi. Lögreglan óskar sérstaklega eftir að ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar (líklega af gerðinni Volkswagen) sem í aðdraganda slyssins ók samsíða á Kringlumýrarbraut bifreiðinni sem hafnaði á vegfarandanum, en var komin fram fyrir hana rétt áður en slysið varð. Ökumaður hvítu bifreiðarinnar eru beðinn um að hafa samband við lögreglu.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið arni.petur@lrh.is