22 Ágúst 2023 15:56

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð í vesturbæ Kópavogs laugardaginn 12. ágúst, en tilkynning um slysið barst kl. 13.41. Á gangstíg suður af Kópavogstúni, við undirgöng við Hafnarfjarðarveg, féll kona af reiðhjóli og slasaðist mikið.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar i tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh