18 Desember 2009 12:00

Um klukkan 10 í morgun var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú. Lentu þar í árekstri tvö ökutæki og beinist rannsókn málsins að því hvort öðru þeirra hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming. Báðir ökumennirnir létust við áreksturinn en farþegi annars ökutækisins er mikið slasaður. Ekki er unnt að greina frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu.