13 Júlí 2015 15:00

Vegna vinnu við brúna á Elliðaá á Höfðabakka verða umferðartafir þar í kvöld frá kl 19 til kl 01 í nótt. Unnið verður á akreininni í átt að Stekkjarbakka. Umferð verður stýrt með ljósaörvum og einnig verða starfsmenn með stöðvunarskilti.

Verið er að ganga frá tengingu núverandi Álftanesvegar við þann hluta sem endurbyggður var 2014 við Garðaholt. Loka þarf veginum á meðan og verður hjáleið um Garðaholtsveg og Garðaveg. Vinnan hefur ekki áhrif á umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um göngustíginn. Verkinu á að ljúka 22. júlí.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.