5 September 2023 11:21

Um allt land eru bændur að smala fé sínu til byggða og framundan viðeigandi réttarstemming víða.   Vegna þessa má búast við umferðartöfum í uppsveitum Árnessýslu á fimmtudag 7., föstudag 8. og laugardag 9. september n.k.   Við biðjum vegfarendur að fara varlega í kring um fjárrekstra og skipuleggja ferðir sínar í samræmi við þetta.   Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum sveitarfélaganna.  Skeiða- og Gnúpverjahreppur (hér) og Hrunamannahreppur (hér)