21 Júní 2017 15:54

WOW Cyclothon​ mun hefjast í dag, en búast má við umferðartöfum enda verður spandexklætt reiðhjólafólk á hraðferð frá borginni. Búast má við miklum umferðatöfum á Vesturlandsvegi frá Korpúlfsstaðavegi að afleggjara í Hvalfjörð frá kl: 18:00 – 20:00. Höldum í gleðina og förum varlega kringum þessa skemmtilegu keppni!