1 Október 2019 11:40

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar er komin í vetrargírinn, eins og segir á heimasíðu hennar, en nú er hægt að hringja í upplýsingasímann frá kl. 6.30 á morgnana og fram til kl. 22 á kvöldin alla daga vikunnar. Símanúmerið er 1777, en þar eru veittar upplýsingar um færð og ástand á vegum og gott fyrir ferðalanga að hafa það í huga.

Vegagerðin