4 Febrúar 2014 12:00
Nokkur umræða hefur skapast í fjölmiðlum og víðar um ófremdarástand á fjölförnum gatnamótum höfuðborgarsvæðisins á morgnana, mikinn umferðarþunga og hættu. Áhugavert í því sambandi er að skoða tölur Reykjavíkurborgar um umferðarþunga á morgnana, hvernig hann þróast í tíma og hvenær þá hagstæðast er fyrir ökumenn að leggja af stað á morgnana svo sleppa megi við mestu umferðina.
Samkvæmt töflu hér fyrir neðan má sjá að umferðarþunginn eykst smátt og smátt frá klukkan sjö að morgni og nær hámarki þegar klukkuna vantar tíu mínútur í átta. Eftir það fer hann lækkandi að nýju. Þeir ökumenn sem að jafnaði eru á ferðinni um klukkan átta á morgnana geta því sparað sér tíma með því einfaldlega að leggja tíu til tuttugu mínútum fyrr eða seinna af stað.
Lögregla hvetur ökumenn til að skoða þennan möguleika og jafnframt, að gefnu tilefni, að huga að þeim reglum sem gilda um akstur um gatnamót og tryggja þannig betra flæði umferðar og sýna samferðamönnum sínum á sama tíma þá virðingu og tillitssemi sem þeim ber og þeir vilja sjálfir njóta.
Lögregla hvetur ökumenn til að skoða þennan möguleika og jafnframt, að gefnu tilefni, að huga að þeim reglum sem gilda um akstur um gatnamót og tryggja þannig betra flæði umferðar og sýna samferðamönnum sínum á sama tíma þá virðingu og tillitssemi sem þeim ber og þeir vilja sjálfir njóta.