10 September 2019 10:28

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er þyrnir í augum margra enda lítt skemmtilegt að vera fastur í henni á morgnana og síðdegis eins og mörg dæmi eru um. Á heimasíðu Vegagerðarinnar eru reglulega birtar fréttir um umferðarþungan og er það hin áhugaverðasta lesning hverju sinni. Í nýjustu samantektinni er fjallað um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í ágúst, en þá jókst hún mjög lítið, eða um 0,4%. Frá áramótum er aukningin 1,2%, en spár (reiknilíkan Vegagerðarinnar) gera ráð fyrir 2,4% heildaraukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 í samanburði við síðasta ár. Einhverjir myndu segja að þetta séu ekki háar tölur, en aðrir að ástandið hafi verið nógu slæmt fyrir og á það sé ekki bætandi. Í ágúst var umferðin mest á fimmtudögum, en minnst á sunnudögum.

Heimasíða Vegagerðarinnar