8 Apríl 2003 12:00

Það sem af er af árinu hafa ölvunarakstursbrotin verið 181. Það er töluverð fækkun frá fyrri árum eða 36% færri brot en á síðasta ári og 27% færri en meðaltal þessarra þriggja ára. Hlutfallslega hefur þó verið mest fækkun í mars en minnst í janúar þó sjá megi fækkun brota í öllum mánuðum. Sé fjöldi brota skoðaður með tilliti til meðalfjölda ökumanna sem teknir voru á dag í mánuðunum má sjá töluverða fækkun árið 2003 í samanburði við fyrri ár. Sjá má að fækkun brota á sér stað alla mánuðina.

Í þessu sambandi er rétt að komi fram að lögreglan í Reykjavík hefur síðan í lok ársins 2002 haft uppi sérstakar aðgerðir til að sporna við ölvunarakstri. Það verkefni sem ennþá stendur yfir felur í sér að hafa uppi sértækar aðgerðir á þeim tíma þegar mest hefur verið um ölvaða ökumenn. Eitthvað verður alltaf um tafir fyrir hinn almenna ökumanna við slíkar aðgerðir en almennt hafa ökumenn tekið þeim vel og hvatt lögreglu til dáða í sínum verkum. Áframhald mun verða á þessum aðgerðum lögreglu og vonandi heldur áfram sá góði árangur sem hér kemur fram.

Sjá nánari upplýsingar með því að smella hér