5 Október 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fimm ökumanna í umdæminu um helgina sem voru undir áhrifum fíkniefna. Reyndar var einn þeirra handtekinn tvisvar en í fyrra skiptið var hann farþegi í bíl sem lögreglan hafði afskipti af. Maðurinn var þá með fíkniefni í fórum sínum en í seinna skiptið var hann sjálfur við stýrið á öðrum bíl og sem fyrr í annarlegu ástandi. Allt eru þetta karlar á þrítugsaldri en tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Fjórir voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi.