28 Júní 2023 11:37
Á næstu vikum og mánuðum bætast við nýir göngu- og hjólastígar og undirgöng víða um höfuðborgarsvæðið. Þar má nefna tvístefnu hjólastíg í Elliðaárdal, sem nær frá gömlu Vatnsveitubrúnni að Grænugróf. Undirgöng við Bústaðaveg 151-153, fyrir ofan Sprengisand, fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, ásamt nýju aðskildu stígakerfi. Aðskildir göngu- og hjólastígar meðfram Strandgötu í Hafnarfirði, sem ná frá hringtorgi við Hvaleyrarbraut að Reykjanesbraut. Og undirgöng við Arnarneshæð í Garðabæ fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þá er hafinn undirbúningur að gerð enn fleiri stíga og undirganga á höfuðborgarsvæðinu, en frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.