21 Júlí 2004 12:00

21. júlí 2004

  

Hinn 6. júlí síðastliðinn var kveðinn upp úrskurður um gæsluvarðhald yfir  45 ára gömlum karlmanni sem var handtekinn daginn áður vegna gruns um aðild að hvarfi Sri Rahmawati.  Maðurinn er talinn valdur að dauða konunnar en síðast er vitað um hana í íbúð hans þann 4. júlí.

Í íbúðinni voru merki um barsmíðar, þar fannst blóð og þar voru jafnframt ummerki eftir blóð sem hafði verið þrifið og reynt að þrífa. Í bifreið mannsins fannst einnig blóð. Eins og þegar er fram komið voru sýni af þessu blóði send til rannsóknar hjá rannsóknarstofu í Noregi.

Niðurstaða úr DNA rannsókn á blóðsýnum sem tekin voru í íbúðinni og bifreiðinni liggur nú fyrir. Staðfest er að blóðið er allt úr Sri Rahmawati.

Krafa um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum verður lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hörður Jóhannesson

yfirlögregluþjónn