1 Febrúar 2006 12:00

Meðfylgjandi myndir eru úr eftirlitsmyndavél Happdrættis Háskólans að Tjarnargötu 4. Þær eru teknar kl. 11:54 mánudaginn 30. janúar s.l.

Myndirnar sýna m.a. ungan mann í bláleitum samfestingi með hettu,  í hvítum skóm með svörtum röndum, með svarta og hvíta hanska á höndum og með svört sólgleraugu. Hann gekk að kassa innan við afgreiðsluborð og tók þaðan peninga áður en hann hljóp á braut. Reiðhjól, sem maðurinn hafði komið á, var skilið eftir utan við dyrnar.

Ef einhver kannast við fatnaðinn; samfestinginn, hanskana og/eða skóna, eða jafnvel unga manninn á myndunum er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík (sími: 843 1213 eða tölvunetfang: gisli.skulason@lr.is). Einnig ef einhver kannast við reiðhjólið.