20 Apríl 2012 12:00

Tveir voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Um var að ræða tvo karla, 18 og 28 ára, en sá yngri hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þrír karlar til viðbótar voru stöðvaðir í borginni í gærkvöld en hinir sömu höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Tveir þeirra eru á þrítugsaldri en sá þriðji er rúmlega sextugur.