19 Janúar 2015 19:49
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægði skráningarnúmer af rúmlega fjörutíu ökutækjum í umdæminu um helgina, en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafnvel hvorutveggja. Mjög mikið er um ótryggð og óskoðuð ökutæki á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan hvetur eigendur og umráðamenn þeirra til að gera þar bragarbót á. Lögreglan heldur eftirlitinu áfram og hvetur ökumenn til að passa upp á þetta svo ekki þurfi að koma til fyrrnefndra aðgerða.
Lögreglan hafði enn fremur afskipti af tæplega eitt hundrað ökutækjum í umdæminu um helgina, en þeim var öllum lagt ólöglega. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr. Þess má geta að fyrirhugað er að hækka sekt vegna stöðubrots um 100% og verður fróðlegt að sjá hvort það dregur úr stöðubrotum.