7 Október 2011 12:00

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 24-48 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar var með fimm farþega í bílnum hjá sér en sá ökumaður var að skutla fólkinu í partí. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för tæplega áttræðrar konu en hún var tekin við akstur í Garðabæ. Konan var undir áhrifum lyfja og með öllu ófær um að aka bíl.