11 Janúar 2012 12:00

Nokkuð var um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gær en lögreglu er ekki kunnugt um nein alvarleg meiðsli á fólki. Hálkan gerir mörgum erfitt fyrir og nú tekur lengri tíma en ella að komast á milli staða. Ökumenn þurfa því að gefa sér góðan tíma og umfram allt að aka varlega.

Einn ökumaður var tekinn fyrir fíkniefnaakstur í gær en sá var stöðvaður á Sæbraut um hádegisbilið. Þar var á ferð 18 ára piltur sem nú á yfir höfði sér sekt og ökuleyfissviptingu.

Lögreglan minnir ökumenn á að aka varlega.