16 September 2005 12:00

Í gær fimmtudag urðu 26 umferðaóhöpp á svæði lögreglunnar í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri umferðaróhöpp en á venjulegum fimmtudegi.  Ekki er ljóst hvað þessu veldur en í gær voru hin ágætustu akstursskilyrði.  Um kl. 03:00 í nótt mældi lögreglan ökumaður á 132 km. hraða á Sæbraut við Skeiðarvog.  Á Sæbraut er 60 km hámarkshraði og var ökumaður sviptur ökuréttindum á staðnum.