22 Mars 2019 12:57

Fyrr í vikunni voru kynntar úthlutanir úr Lýðheilsusjóði 2019 við hátíðlega athöfn í Ásmundarsal í Reykjavík. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru að þessu sinni úthlutaðar 3 m.kr., en peningunum verður varið í nýtt samstarfs- og þróunarverkefni embættisins og Hafnarfjarðarbæjar, sem ætlað er að efla samvinnu í málefnum barna og unglinga. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs, en það tekur m.a. til barnaverndarmála, heimilsofbeldis og forvarnarstarfs.