4 Janúar 2023 15:25

Uppfært 05.01.2022 klukkan 12:15
Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr Bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. Verði breytingar á þeirri niðurstöðu eftir frekari greiningu verður sérstaklega upplýst um það.

—————————————————-
Lögregla var kölluð til í dag í Bandaríska sendiráðið eftir að starfsfólk þess hafði handleikið sendingu sem barst sendiráðinu.

Starfsfólkið sem handlék sendinguna varð ekki meint af en var flutt á spítala til skoðunar til öryggis.

Samkvæmt verklagi fóru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og slökkvilið á vettvang og fjarlægðu sendinguna. Engjavegi var lokað á meðan lögregla var að störfum.

Störfum lögreglu er að ljúka á vettvangi og verður innihald sendingarinnar rannsakað.

Nánari upplýsingar um málið,
Gunnar H. Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.
gunnarhg@logreglan.is