23 Febrúar 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í verslun á  höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær en þar hafði maðurinn stolið allnokkrum tölvuleikjum. Tölvuleikjunum hafði þjófurinn stungið í tösku sem hann hafði meðferðis en taskan var sérstaklega útbúin þannig að ekki væri hægt að nema þjófavörn þegar farið væri framhjá skynjara í öryggishliði, líkt og nú er í flestum verslunum. Ekki virkaði þetta sem skyldi hjá þjófinum og hann var handtekinn eins og fyrr segir.