24 Febrúar 2009 12:00
Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa nú til rannsóknar mál þar sem grunur leikur á milligöngu um vændi. Þrítugt kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. febrúar í tengslum við rannsókn málsins. Hún var handtekin við komuna til landsins sl. föstudag. Konan, sem er íslenskur ríkisborgari, er jafnframt talin hafa tengsl við íslenskan karlmann á fertugsaldri sem var handtekinn á flugvelli í Hollandi á dögunum. Maðurinn, sem er grunaður um aðild að fíkniefnasmygli, er í haldi þarlendra lögregluyfirvalda.