5 Nóvember 2019 07:21

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við mikilli hálku sem er víðast hvar í umdæminu. Hún getur verið sérstaklega varasöm á göngustígum, hjólreiðastígum inngötum og bifreiðastæðum. Búið er að salta helstu stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu. Muna svo að skafa vel af rúðum áður en lagt er af stað út í umferðina. Síðast en ekki síst, það er allt of mikið af bílum sem eru ljóslausir að aftan í umferðinni, biðjum ökumenn sem þar eiga hlut að máli að huga sérstaklega að því.