25 Apríl 2017 16:19

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu haft til skoðunar mál er varðar erlent fyrirtæki sem hefur sett sig í samband við íslenskar stúlkur í þeim erindagjörðum að fá þær til þess að sinna módelstörfum í Kanada. Lögreglan varar við því að þiggja slík boð án þess að kanna gaumgæfilega það fyrirtæki sem á í hlut og biðlar til þeirra stúlkna sem hefur verið rætt við á síðustu dögum að setja sig í samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa í gegnum facebooksíðu embættisins eða netfangið abending@lrh.is.