3 Janúar 2012 12:00

Nokkuð tjón varð þegar vatn flæddi um gólf íbúðar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Einn maður var sofandi í íbúðinni þegar þetta gerðist en viðkomandi var vakinn upp af nágrönnum, sem höfðu greinilega tekið eftir einhverju óvenjulegu. Talið er líklegt að tappi í lagnagrind hafi losnað með fyrrgreindum afleiðingum.