3 Janúar 2020 16:12

Við vekjum athygli á gulri viðvörun frá Veðurstofunni fyrir morgundaginn, laugardag. Spáð er suðaustan stormi með snjókomu, sem svo breytist í rigningu, og við ráðleggjum fólki því að fylgjast vel með veðurspám og haga ferðum eftir veðri.

Það gæti orðið mjög hvasst og hviðótt í efri byggðum og einnig á leiðum sem liggja til og frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Kjalarnesi, Hellisheiði og Reykjanesbraut.

Við hvetjum fólk til þess að hreinsa frá niðurföllum og festa lausa hluti.

Höldum jólatrénu inni… enda ekki enn kominn þrettándi! 😉

Heimasíða Veðurstofunnar