9 Desember 2019 20:00
Mjög slæmt veðurútlit raskar skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu á morgun, þriðjudag, en foreldrar/forráðamenn eru þá beðnir um að sækja börn sín í skóla og leikskóla í umdæminu fyrir kl. 15. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á síðum sveitarfélaganna, en veðrið hefur enn fremur áhrif á starfsemi frístunda- og félagsmiðstöðva sem mun falla niður af sömu ástæðu. Vegagerðin hefur upplýst um mögulegar lokanir á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu (Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur og Reykjanesbraut) og er fólk hvatt til að kynna sér þær, auk þess að fylgjast áfram vel með veðurspám í kvöld og fyrramálið.