23 September 2020 14:07

Lögreglumenn sem sinna sérstöku umferðareftirliti á Suðurlandi annarsvegar og á Vesturlandi hinsvegar komu saman til vinnu á Selfossi í gær og fóru í vegaskoðun stórra ökutækja.  Við eftirlitið var notaður hemlaprófari sem þessi embætti ásamt embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra keyptu fyrir nokkru síðan.   Hann var settur upp á plani við Skeiðavegamót og unnið að verkefninu þar í gær.

Skoðuð voru 10 ökutæki og hemlaprófuð.  Á tveimur þeirra reyndust ójafnir hemlakraftar og aflögun á hjólaskálum yfir mörkum.  Auk þessa voru gerðar athugasemdir við ljósabúnað einnar bifreiðar og brotnar framrúður í öðrum tveimur.

Ef niðurstaða hemlaprófunar gefur tilefni til athugasemda er ökutækið boðað til skoðunar í viðurkenndri skoðunarstöð og til þess gefinn ákveðinn frestur. 

Frá vettvangi í gær

Niðurstöður þessarar vinnu í gær gefa tilefni til frekari aðgerða og mega ökumenn eiga von á því að ökutæki þeirra verði skoðuð með þessum hætti á næstu mánuðum.