7 Febrúar 2019 17:11
Á fjórða tímanum í dag barst lögreglu tilkynning um vegfaranda í ójafnvægi á göngubrú á Miklubraut, á móts við Kringluna, en óttast var að viðkomandi kynni að fara sér að voða. Brugðist var fljótt við og tókst að afstýra því að illa færi, en vegfarandum var síðan komið í hendur viðeiganda aðila. Eilítil röskun varð á umferð vegna þessa, en loka varð fyrir umferð í stutta stund á meðan aðgerðum á vettvangi stóð.