11 September 2013 12:00

Vegfarendur í Laugardal og nágrenni hans voru til mikillar fyrirmyndar í gærkvöld þegar leikur Íslands og Albaníu í undankeppni HM fór fram á Laugardalsvelli. Tæplega 10 þúsund knattspyrnuáhugamenn mættu á völlinn og því var mjög mikil umferð á svæðinu. Allt fór samt vel fram og ökumenn voru bæði þolinmóðir og tillitssamir. Hinir sömu gerðu sér líka far um að leggja löglega og því var ástandið í þeim efnum sömuleiðis til algerrar fyrirmyndar.

Þess má geta að sérfræðingar lögreglunnar spáðu hárrétt fyrir um úrslit leiksins, 2-1, á fésbókarsíðu hennar í gær!