10 Júlí 2015 14:00

Vegna frétta í fjölmiðlum, þar sem gefið var í skyn að lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt af sér óeðlilega háttsemi með samskiptum við ítalskt fyrirtæki vegna fyrirspurnar um hugbúnað, vill embættið koma því á framfæri að slíkt er fjarri öllu lagi og vísar því alfarið á bug. Nú er það svo að lögreglan notar ýmsan búnað við rannsóknir mála, en umræddur lögreglumaður hafði það með höndum að kanna verð og notagildi búnaðar á tilteknu sviði, en áðurnefnd samskipti voru liður í því. Vert er jafnframt að nefna að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki átt nein viðskipti við  fyrirtækið.