16 Febrúar 2020 16:59
Vegna frétta í fjölmiðlum í dag um handtöku ungs manns og lýsingu á tilurð áverka á honum, m.a. brotnar tennur og hugsanlegt kjálkabrot, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi verður ekki annað ráðið en áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og staðfestir myndefnið það.
Upphaf málsins var um hálffimmleytið í fyrrinótt, en þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti í Reykjavík sem höfðu brotist þar út og var maðurinn og þrír aðrir handteknir á vettvangi.