22 Nóvember 2019 16:43
Jaðarlæg sérrein, miðlæg sérrein, samflotsrein og hraðvagnakerfi eru á meðal þeirra orða sem Vegorðanefnd tók nýlega fyrir á fundi sínum. Sjálfsagt hafa ekki allir vitað af tilvist nefndarinnar, né að í Vegorðasafni Vegagerðarinnar er að finna yfir 2.000 orð, en um þetta og margt fleira áhugavert má lesa um í nýjum pistli á heimasíðu Vegagerðarinnar.