28 Ágúst 2018 22:28

Lögregla hefur til rannsóknar tvö tilvik þar sem tilkynnt var að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. Lögregla útilokar ekki að um sé að ræða tengsl á milli atvikanna og þeirra sem áður hafa verið tilkynnt í bænum. Unnið er að rannsókn málsins auk þess sem eftirlit í bænum hefur verið aukið. Ekki verður hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.

Lögregla biður þá sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um þessi atvik að hafa samband í síma 444-1000, með því að senda póst á abendingar@lrh.is eða með því að senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar https://www.facebook.com/logreglan/