22 Júní 2021 13:25

Í liðinni viku voru 4 ökumenn sem lögregla hafði afskipti af færir til sýnatöku vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna. Að auki voru 2 aðrir stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru ölvaðir við aksturinn.   Tveir þessara 6 ökumanna voru að aka sviptir ökurétti vegna fyrri brota.

10 tilvik komu inn á borð hjá lögreglu þar sem ekið var á sauðfé. 7 þessara tilfella eru í Sveitarfélaginu Hornafirði, 1 í Skaftárhreppi, 1 í Rangárþingi og 1 í uppsveitum Árnessýslu.

53 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Af þeim eru 21 stöðvaðir ýmist af lögreglumönnum á Kirkjubæjarklaustri eða í Vík.   17 af vaktinni á Hvolsvelli, 12 í Árnessýslu og 3 austur á Höfn.   Erlendur ferðamaður í Skaftafellssýslu ök sinni bifreið með 151 km/klst hraða og var gert að ljúka máli sínu með sekt og sviptingu á vettvangi. Samferðamaður hans tók við akstri bifreiðarinnar í umrætt sinn.

Skráningarnúmer þriggja bifreiða voru fjarlægð þar sem þær reyndust ótryggðar í umferðinni.   Þá voru skráningarnúmer fjórðu bifreiðarinnar vegna vanrækslu á að færa hana til endurskoðunar.

Hestamaður slasaðist á hönd og baki þegar hann féll af hestbaki við þjálfun þann 16. júní í Árnessýslu.   Fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þá var sjúkrabifreið kölluð til þegar kona á áttræðisaldri féll í stiga í hópbifreið á Höfn þann 19. júní. Meiðsli hennar ekki talin alvarleg.   Göngumaður slasaðist sama dag á leið sinni yfir göngubrú í básum í Þórsmörk. Björgunarsveitir kallaðar til og viðkomandi komi í sjúkrabíl til flutnings á heilbrigðisstofnun. Talin handleggsbrotin.

Flugmaður svifvængs slasaðist þann 20. júní s.l. á Búrfelli í Þjórsárdal. Björgunarsveitir og landhelgisgæsla fluttu viðkomandi á sjúkrahús í Reykjavík. Meiðsl viðkomandi eru alvarleg, m.a. beinbrot. Hald var lagt á búnað flugmannsins og er slysið til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Björgunarsveitir voru kallaðar til til aðstoðar við ungmenni sem höfðu farið siglandi út á Þingvallavatn á uppblásinni sundlaug snemma að morgni 18. júní.   Ungmennin aðstoðuð að landi og hlúð að þeim en þau voru með væga ofkælingu. Viðkomandi barnaverndaryfirvöld og foreldrar látnir vita af málinu og farsælum lyktum þess.