16 Nóvember 2006 12:00

Brotist var inn í tvo vinnuskúra og nýbyggingu í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Úr öðrum vinnuskúrnum hvarf allnokkuð af verkfærum en í hinum vinnuskúrnum voru það einkum heimilistæki sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Úr nýbyggingunni var stolið einhverju af verkfærum.

Þá var brotist inn í bíl og úr honum tekinn bæði kassi og taska sem í voru talsverð verðmæti. Lögreglunni barst ein tilkynning um þjófnað í verslun en slík mál hafa verið allmörg undanfarna daga. Þá var sömuleiðis tilkynnt um einn bensínþjófnað í borginni í gær.