31 Júlí 2020 18:29

Þá er verslunarmannahelgin fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti þótt að veðurspáin sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Reyndar var umferðin á Suðurlandsvegi fyrr í dag, þegar við vorum þar við hraðamælingar, miklu minni en á sama tíma í fyrra. Sama átti líka við á Suðurlandsvegi í gær, umferðin var mun minni og færri á leið út úr borginni í samanburði við aðdraganda verslunarmannahelgarinnar í fyrra og kemur svo sem ekki á óvart. Veðurútlitið setur strik í reikninginn og ekki síður þetta bannsetta Covid-19.

Við óskum ferðalöngum góðrar ferðar og minnum alla á að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni. Við munum að sjálfsögðu standa vaktina á höfuðborgarsvæðinu nú sem endranær, en vonandi verður sem allra minnst að gera hjá lögreglumönnum í öllum umdæmum landsins!

Góða helgi.