21 Febrúar 2020 11:29

Ökumaður sem er staðinn að því að nota farsíma eða annað snjalltæki án handfrjáls búnaðar við akstur er sektaður um 40 þúsund krónur. Sektin var áður 5 þúsund krónur, en hún var hækkuð vorið 2018 í þeirri viðleitni m.a. að draga úr þessari stórhættulegu háttsemi í umferðinni enda má rekja mörg umferðarslys til notkunar síma eða snjalltækja undir stýri.