29 Júní 2020 11:31

Hluta Vesturlandsvegar verður lokað kl. 13 í dag, mánudaginn 29. júní, í þágu framhaldsrannsóknar vegna banaslyss, sem varð norðan Grundarhverfis í gær, en áætlað er að rannsóknin taki 1-2 klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.