Mynd: Reykjavíkurborg
6 Febrúar 2020 16:15

Vetrarhátíð verður sett við Hallgrímskirkju kl. 19.45 í kvöld, en búast má við að margir leggi leið sína á Skólavörðuholtið af því tilefni. Boðið verður upp á atriði (Sálumessa jöklanna) sem er sjón og hljóðræn upplifunarsinfónía, sem er hugsuð sem vörpun á Hallgrímskirkju. Vegfarendur eru minntir á að fara varlega og ökumenn á að leggja löglega.

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni, en Safnanótt, sem margir kannast við, er hluti af henni. Safnanótt er haldin annað kvöld, 7. febrúar, en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá kl. 18-23. Athygli er vakin á því að frítt verður í sérstaka Safnanæturstrætó á milli allra safnanna á föstudagskvöld.

Sjá nánar um Vetrarhátíð

Mynd: Reykjavíkurborg