13 Júní 2007 12:00

Nokkur viðbúnaður verður hjá lögreglu vegna svokallaðra Bíladaga á Akureyri sem haldnir verða í höfuðstað Norðurlands um næstu helgi. Þetta á ekki síst við um umdæmi þeirra embætta þar sem fyrir liggur að umferð verður töluverð. Þannig má búast við að margir bílaáhugamenn á höfuðborgarsvæðinu leggi leið sín norður þessa daga.

Því miður hafa orðið alvarleg umferðaróhöpp þar sem gestir á leið á þennan viðburð hafa komið við sögu. Vonandi gengur allt vel fyrir sig þetta árið en lögreglan biður alla ökumenn um að fara varlega og virða hámarkshraða. Sem fyrr mun lögreglan halda úti öflugu umferðareftirliti en hún vonast til að ekki þurfi að koma til afskipta af ökumönnum.