31 Ágúst 2020 11:38

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað við Kópavogshöfn í morgun eftir að vegfarandi tilkynnti um torkennilegan hlut þar í sjónum og voru kafarar frá embætti ríkislögreglustjóra kallaðir til aðstoðar.

Hluturinn var færður í land og reyndist hann vera stór poki sem innihélt rusl.